Sundstaðir: Í nágrenni Fögruvíkur eru ágætar sundlaugar við Þelamerkurskóla en þangað eru um 8 mín. akstur og í hjarta Akureyrar. |
|
Skíðasvæði: Frá Fögruvík er stutt á tvö mjög góð skíðasvæði, í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri og á Dalvík. |
|
Stangveiði:
Aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga niður að sjónum í Fögruvík þar sem ágætt er að renna færi í sjó, njóta útiverunnar í fögru umhverfi og fersku sjávarlofti. |
|
Hvalaskoðun: Á sumrinn er upplagt að bregða sér í hvalaskoðun með Norðursiglingu á Húsavík og skoða jafnvel hvalasafnið hvalasafnið. |
|
Golf: Ekki er langt að fara til að komast á golfvöll. Golfklúbbur Akureyrar rekur 18 holu golfvöll að Jaðri og einnig eru golfvellir á Dalvík og á Ólafsfirði. |
|
Útivist: Við bústaðina er leiksvæði fyrir börn. Upplagt er fyrir fjölskylduna að fara í göngutúra um fjörur, eða móa og eiga saman góðar stundir við náttúru- og fuglaskoðun. Þeir sem kjósa að klífa fjöll ættu að huga að Kerlingu, tignarlegu fjalli fyrir ofan bæinn Grund. Af Kerlingu sem er 1536m. er víðsýnt um hálendið, til jökla og yfir Mývatn. Á Kerlingu er gott að ganga frá Finnastöðum og er uppgöngutími 4 - 5 klst. | |
Tengdar síður: |